Food for thought

The mind's mistakes is to let our hearts wander free.
For freedom cannot be gained by freedom.
But rather by utmost conduct of nobleness and service
can one truly consider oneself free.
 
It is interesting to think about the concept freedom. What does freedom mean? Is it to go about doing whatever the heart desires, to take what you can, when you can and do what you want, when you want? I find by that kind of freedom will leave you imprisoned in your own emptiness. We see it all the time in kids who are left to their own devices, they go wild and are miserable, but kids who are raised to know discipline and love are kids who later in life will know greatness. But what is real freedom then? For me it is utter detachment from the world and giving life to service. You may then ask, how can freedom  be gained by giving life? Isn't freedom gaining space and time to do what pleaseth?

It is only so far we can go with material pleasure, living in solely the physical world will leave a small gap in the soul that will grow bigger as one tries to fill it. But living in service and detachment from the world will give you a new understanding of freedom. It will give you the space you need to spread your wings and that space is indeed infinite. And you will find your mind soaring to such great heights of happiness, it will be dizzying, and the kind of happiness that is everlasting, not just the fleeting happiness we gain from material possessions.

Linda


Vinátta


Að leiðbeina vinum

Fyrst ætla ég að tala um efnið: Hvað er vinátta? Í gegnum vináttuna kynnnumst við okkur sjálfum ekki síður en vinum okkar.

Vináttan er mikilvæg leið til sjálfsþekkingar og í því sambandi getum við hugsað um orð Bahá'u'lláh: Sá sem hefur þekkt sjálfan sig hefur þekkt Guð.

Við deilum tilfinningum og hugsunum með vinum okkar og treystum þeim fyrir okkar innstu hugsunum. Orðið vinur er tengt latneska orðinu Venus sem merkir kærleikur. Gagnkvæm ást og traust eru sterkustu þættirnir í vinasambandinu.

Raunveruleg vinátta getur tekið langan tíma að myndast. Hún þróast og styrkist með tímanum. Hún er ekki hrifning því fólk getur hrifist hvert af öðru án þess að mynda persónulegt samband. Þessvegna gerum við mun á vináttu og kunningsskap.

 'Abdu'l-Bahá segir:

 "... ástin sem stundum ríkir milli vina er ekki sönn ást, því hún er hverful og aðeins stundarhrifning. Hin grönnu tré sveigjast fyrir andvaranum. Sé vindur austanstæður sveigist tréð í vestur, í vestanvindi svignar það í austur. Slík ást sprettur af hverfulum aðstæðum lífsins. Hún er ekki ást heldur aðeins kunningsskapur, því hún er breytingum háð.

Það eru til nokkrar tegundir af vinum.  Hér eru dæmi:

Ánægjuvinir. Þá er ánægja sterkasti þátturinn í sambandinu. Við skemmtum okkur með þeim og hlæjum. Unglingar eiga marga ánægjuvini. Þeir hafa oft meiri áhuga á hlutum sem veita ánægju heldur en vinasambandinu sjálfu.

Nytsemisvinir. Við eigum einhverja sameiginlega hagsmuni. Þeir hjálpa okkur og við þeim.

'Abdu'l-Bahá hefur talað um ánægju- og nytsemisvinina. Hann segir:

"Í dag sjáið þið tvær sálir sem virðast nánir vinir, á morgun kann allt að vera breytt. Í gær voru þær reiðubúnir til að deyja hvor fyrir aðra, í dag forðast þær hvor aðra! Þetta er ekki ást; þetta er undanlátssemi hjartans við tilviljanir lífsins. Þegar það sem vakti þessa „ást" er horfið, hverfur ástin líka; slík ást er ekki sönn."

Þriðja og besta  tegund vina eru andlegir vinir. Andleg vinátta verður til á mörgum árum. Andlegur vinur hefur lært að treysta okkur og við honum. Hann sýnir hjálpsemi og skilning við allar aðstæður, jafnt í blíðu og stríðu. Andleg ást er sama og eining. 'Abdu'l-Bahá segir:


"Ástin milli hjartna átrúendanna hefur fæðst af fullkominni einingu andanna. Þessi ást fæst með þekkingu á Guði svo að menn sjá hina guðdómlegu ást endurspeglast í hjartanu. Hver og einn sér fegurð Guðs endurspeglast í annarri sál og þegar þeir skynja þennan sameiginlega þátt, laðast þeir hver að öðrum í ást. Þessi ást gerir alla menn að öldum eins hafs, hún gerir þá að stjörnum eins himins og ávöxtum sama trés. Þessi ást gerir að veruleika sanna samstillingu, grundvöll raunverulegrar einingar."

 Við verðum að stefna að því að eignast marga andlega vini, ekki bara innan okkar eigin fjölskyldu, í skólanum eða samfélaginu okkar. En við verðum að koma vel fram við þá og sýna þeim ekki bara ást heldur einnig virða mörk þeirra. Í þessu sambandi segir Bahá'u'lláh í Huldum orðum:

 "Ó, vinir mínir! Gangið vegu velþóknunar hins elskaða og vitið að velþóknun hans er að finna í velþóknun skepna hans. Það er: enginn maður ætti að ganga inn í hús vinar síns nema að þóknun vinarins né ásælast fjármuni hans eða taka sinn eigin vilja fram yfir vilja vinar síns og á engan hátt sýna honum ofríki. Hugleiðið þetta, ó þér sem hafið innsæi."

 Við þurfum ekki endilega að hafa sömu áhugamál, samskonar skilning á lífinu, svipaðan húmor eða sömu trú. Alls ekki. Við þurfum að elska aðra vegna þess að Guð hefur skapað þá. "Sýndu öllum vinum þínum og ættingjum og jafnvel þeim sem ókunnugir eru hina mestu ástúð og vinsemd," segir 'Abdu'l-Bahá.

 Við eigum ekki heldur að spyrja hvort aðrir eigi vináttu okkar skilið.

"....ástvinir Guðs (verða) að eiga ástúðleg samskipti við vini jafnt sem ókunnuga og sýna öllum mikla alúð, spyrja aldrei um hæfni þeirra né hvort þeir eigi kærleika skilið. Í sérhverju tilviki ættu vinirnir að sýna tillitssemi og takmarkalausa gæsku."

Í nýja ridván-boðskapinum segir Allsherjarhús réttvísinnar: "Hugsanir ykkar og verk verða að vera svo fullkomlega laus við hverskyns fordóma - á grundvelli kynþáttar, trúar, efnahags, þjóðernis, ættflokka, stéttar og menningar - að jafnvel hinn ókunnugi sjái í ykkur ástkæra vini."

Og síðan segir Allsherjarhúsið:

"Aðeins með því að skynja heiður og göfgi í sérhverjum manni - óháð ríkidæmi eða fátækt - getið þið barist fyrir málstað réttlætis."

 Einu sinni las ég þessi orð eftir frægan heimspeking: "Vinur er lífsnauðsyn og enginn vill lifa vinalaus, en markmiðið getur þó aldrei verið að eiga sem flesta vini. Einn vinur getur verið nóg til að gera lífið fullnægjandi."

Þessi heimspekingur hefur rangt fyrir sér. Við erum ekki að leitum að vinum til að fullnægja okkur sjálfum. Þetta er í mótsögn við kenningar bahá'í trúarinnar um vináttu. Við eigum að reyna að eignast sem allra flesta vini. Allt mannkynið á að vera vinur okkar.


Hér eru nokkur íslensk spakmæli um vináttu:

 Vinargjöf skal virða og vel hirða.

 Sá er vinur er í raun reynist.

 Ekki vantar vini þá vel gengur.

 Vináttan þekkir engin landamæri.  Þess vegna er hún einnig sannur boðberi friðar. 

 Sá sem vanrækir gamla vini sína vegna nýrra getur átt á hættu að missa alla. 

 Ráðið til þess að eignast vin er að vera vinur.

 Hin gullna regla vináttunnar er: Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig.


 VETRARSÓL eftir  Ólaf Hauk Símonarson

 Hvers virði er
allt heimsins prjál,
ef það er enginn hér
sem stendur kyrr
er aðrir hverfa á braut,
sem vill þér jafnan vel
og deilir með þér gleði og sorg.
Þá áttu minna en ekki neitt
ef þú átt engan vin.

Hvers virði er
að eignast allt
í heimi hér,
en skorta þetta eitt,
sem enginn getur keypt?
Hversu ríkur sem þú telst,
og hversu fullar hendur fjár,
þá áttu minna en ekki neitt,
ef þú átt engan vin.

Það er komin vetrartíð,
með veður köld og stríð.
Ég stend við gluggann,
myrkrið streymir inn í huga minn
þá finn ég hlýja hönd,
sál mín lifnar við,
eins og jurt sem stóð í skugga,
en hefur aftur litið ljós,
mín vetrarsól.


Hvað þýðir hamingja?

Ég hef trú að tilgangur lífsins sé að leita hamingjunnar. Það er ljóst. Hvort sem við erum trúuð eða trúlaus og hverrar trúar sem við erum, leitum við öll að betra lífi. Sjalft lífsaflið knýr okkur áfram í átt til hamingjunnar.

-Dalai lama.

 

 


Höfundur

Linda Rós Eðvarðsdóttir
Linda Rós Eðvarðsdóttir
Farfugl með pælingar, sem hljóma kannski ekki alltaf gáfulega en hafa þó yfirleitt eitthvað gildi. :)

Eldri færslur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 159

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband